<$BlogRSDURL$>
upplýsingar hægra megin, byrja að lesa neðst takk, jájá.
29.2.04
  Vondur dagur. Ég var að enda við að taka verkjalyf við vondum höfuðverk af því að ég er búinn að lemja sjálfan mig í hausinn uþb þrjátíu sinnum í dag og í gær. Rétt áðan hafði ég engan vilja til að halda áfram en nú held ég að hann sé smám saman að koma aftur. Svo er líka svínasteik í matinn. Í ofanálag erum við Vilborg búin að vera að rífast í allan dag um algerlega tilgangslausa hluti. Við höfum ekki enn náð neinum sáttum í þessum málum en ég er kannski loksins að átta mig á því að það skitptir kannski líka bara engu máli. Vilborg er náttúrulega löngu komin á þá skoðun, hún er svo snjöll stúlka. Ég veit ekki enn hvað ég á að gera í þessum vonskuköstum mínum en doksi og sáli segja að ég eigi fyrst að reyna að koma einhverri daglegri rútínu í gang, síðan geti ég byrjað að vinna í þessu. Ga Jeðveikt pirrandi að geta ekki bara gengið í að redda þessu. Well allavega má sjá eitt gott við að það komi vondir dagar; það þýðir að það koma líka góðir dagar. Þó svo að við Vilborg séum ekki sammála um allt erum við þó sammála um að rétt notkun semíkommu og Zetu sé mjög sniðug og æskileg. Þannig að þið sjáið að þetta er greinilega 'Meant to be'!
27.2.04
  Jám, kominn norður í sæluna aftur. Það er schwakalega gaman að fá allar þessar kveðjur frá ykkur elskurnar, ég var að enda við að skála fyrir ykkur og er stoltur af því að eiga ykkur öll að. Ég fór í bókabúð í morgun og keypti tvær bækur, Ár hérans og Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð eftir finnann Arto Paasilinna. Ég las Ár hérans fyrir um tveimur árum og finnst alveg frábær. Ég byrjaði á Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð í dag og lýst bara vel á. Hún byrja á því að tveir frekar sorglegir finnar hittast við þær vandræðalegu aðstæður að þeir völdu óvart sömu gömlu hlöðuna, á sama tíma, til að fremja sjálfsmorð í. Þetta náttúrulega slær þá alveg út af laginu og þeir fara bara að spjalla um af hverju þeir ætluðu að binda enda á líf sín og verða strax mjög góðir vinir. Svo fara þeir að ræða hvort ekki væri ráð að leyta uppi fleira fólk í sömu sporum, ef það myndi ekki hjálpa þá gætu þau allavega bara framið stórt, vel framkvæmt og snyrtilegt fjöldasjálfsmorð. Og svo er ég ekki kominn lengra. Mæli með því að þið tékkið á þessum bókum, þær eru til í Bókabúð Manna og Málningar og ábyggilega á bókasöfnum. Þær eru mjög skemmtilegar og fá mann líka til að hugsa pínu öðruvísi um lífið. Anyways, skál! fyrir okkur öllum.
26.2.04
  Hey bara svo allir sem nenna að lesa þetta megi vita sko. Ég elska hana Vilborgu mína svo gegt gegt gegt gegt mikið að ég kann alls ekki að lýsa því, hvorki með orðum né á nokkurn annan hátt. Hún er svo falleg og skemmtileg og ótrúlega góð við mig. Hún hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og ég á aldrei eftir að geta fyllilega þakkað henni fyrir það. Ég legg til að allir sem lesa þetta fari fram í eldhús og fái sér eitt glas af uppáhalds drykknum sínum (eða því skársta sem er til) og drekki til heiðurs henni. Markmið mitt er að láta sem flest sem ég geri í mínu lífi endurspegla hvað ég elska hana mikið.
  Jæja. Kominn suður, ekki alveg að fatta af hverju samt en svona eru skyndiákvarðanirnar. Fór rakleiðis í Listaháskólann að kenna fólki að vinna fyrir prent (story of my life). Anyways eins og fyrr sagði fór ég í viðtöl í morgun. Ákvað að taka út fjallahjólið góða og fara að nota það til að komast milli staða á morgnana. Planið er að byrja á að fara í stúdíóið mitt kl. 10 á hverjum virkum morgni og vera þar fram að hádegi og láta svo restina af deginum ráðast. Svo er að reyna að vera úti (helst að hjóla náttúrulega) í amk klukkutíma amk þrisvar í viku. Hah?! Mér finnst þetta eiginlega bara ágætis plan sko ha. Svo er bara að sjá hvort mér takist að standa við þetta.
  Jæja, ég talaði við sálfræðinginn og geðlækninn í morgun. Það gekk bara ágætlega og ég er kominn með smá plan sem ég á að reyna að fara eftir þangað til í næsta tíma. Ég segi ykkur frá því mjög fljótlega, ég lofa. Hinsvegar tókum við mamma skyndiákvörðun um að æða suður NÚNA og koma til baka annað kvöld. Ég held það verði bara pínu hressandi að skella sér í smá ferðalag.
24.2.04
  Úúú ég hlakka geðveikt til að fá bækurnar sem ég pantaði í dag. Jibbí!
  Svo virðist sem svona fimmti hver hlutur sem ég tek að mér að framkvæma verði að veruleika. Þetta er stór hluti minna vandamála, kallast geðhvörf að ég held. Það virkar þannig að þegar ég er góður þá finnst mér þetta ekki vera neitt mál, hlutirnir að lagast og ég orðinn miklu sterkari en ég var. Þá náttúrulega sé ég ekkert mæla á móti því að taka að mér að gera hitt og þetta (þá á ég við jafnvel einföldustu hluti eins og að brjóta saman þvottinn og þessháttar). Svo fer ástandið að versna aftur. Það er alltaf jafn svekkjandi þegar ég átta mig á því að það er ekki bara allt í lagi. Þá fer ég að velta mér uppúr því að ég sé þvílíkur asni að hafa lofað að gera hitt og þetta sem ég get svo ekkert gert. Ég reiðist við sjálfan mig fyrir að hafa talið sjálfum mér trú um að þetta geti nokkurn tíma lagast. Nú vaxa mér gríðarlega í augum öll þau verkefni sem ég hafði hugsað mér að taka mér fyrir hendur og ég verð gripinn ofsahræðslu við að geta aldrei gert nokkurn skapaðan hlut og verða öryrki þangað til ég drepst. Í dag er ég búinn að vera þokkalega góður.
  Well, það er ekki annað að gera en að byrja á þvaðrinu. Ég er svosum búinn að vera sæmilega þokkalegur í dag. Fór á netið og pantaði fræðslubækur og lagaði aðeins blogg síðuna. Undanfarnar vikur er ég búinn að vera alveg eins og fjórtán ára stelpa á túr. Það hefur ekkert mátt koma upp á og ekkert mátt segja við mig án þess að ég túlki það á versta mögulega veg og fari í fýlu í nokkra klukkutíma. Þessu hefur fylgt gamla góða sjálfsofbeldið, ég hef verið nokkuð duglegur að berja sjálfan mig og vera ósanngjarn og óþolandi við mig sjálfan sem og alla aðra. Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt. Hinsvegar á ég í miklum erfiðleikum með að ráða við þetta.
  Fuss þessi síða er ljóta draslið. Jæja ég er allavega búinn að gera lúkkið skárra og er að hugsa um að láta það vera í bili. Þessi síða er náttúrulega ekki gerð til að vinna einhverja hönnunarkeppni sko. Þetta er samt ekkert að virka eins og það á að gera, sumar breytingar ekkert að koma inn og svona, ég finn út úr því. Var líka að bæta við komment möguleikanum, hendið endilega inn línu og svona, spurjið ef þið eruð með spurningar, bendið á ef þið eruð með ábendingar, segið brandara ef þið eruð skemmtileg, tuðið ef þið eruð leiðinleg. Bottom læn er að ég vil endilega að þið takið þátt í þessu með mér í gegn um þessa síðu, þannig geta allir hjálpað eitthvað. Held ég. Svo getur það líka hjálpað ykkur að skilja mig og svona hvað er að gerast.
10.2.04
  Planið. Ég ætla að eiða mínum tíma og minni orku í að reyna að læra á þennan sjúkdóm. Ég ætla að reyna að komast að því af hverju ég fæ þessi köst og hvernig þau virka, hvernig ég get dregið úr þeim eða komið í veg fyrir þau og hvernig ég get tekist á við þau þegar ég fæ þau. Ég ætla líka að reyna að koma mér í líkmalega gott form af því að kannanir sína að þannig líður manni betur og er andlega sterkari. Ég ætla að læra ýmislegt um hvað ég get gert í framtíðinni og hvernig ég get staðið almennilega í eigin fætur. Ég ætla að rækta betur samband mitt við vini mína, fjölskylduna mína og kærustuna mína. Ég ÆTLA EKKI að láta þennan sjúkdóm eyðileggja fyrir mér lífið.
  Vandamálið. Ég er þunglyndur. Ég fæ köst þegar ég er þreyttur og þá ræð ég engan veginn við þau. Köstin eru tvennskonar. Annars vegar lendi ég í einhverju panik sem ég hef ekki hugmynd um hvað veldur. Það getur gerst hvenær sem er og hvar sem er. Það er þannig að ég veit bara hvað ég vil ekki gera en hef ekki hugmynd um hvað ég vil gera. Um dagin kom þetta fyrir úti á bílastæði. Einhverra hluta vildi ég ekki fara inn. Ég vildi ekki heldur keyra um eitthvað og ég vildi ekki fara neitt annað. Ég stóð á bílastæðinu í um 20 mínútur án þess að hreifa mig og án þess að geta hugsað. Það var bara eins og ég væri algerlega frosinn. Hin köstin eru verri. Miklu verri. Það er þannig að mér finnst allt í einu að ég eigi skilið að þjást. Ég hef ekki hugmynd um út af hverju og mér þykir það leytt en þannig er það bara og ég ræð ekkert við það. Þá lem ég sjálfan mig í hausinn. Stundum bara einu sinni eða tvisvar, stundum held ég áfram þangað til ég verð þreyttur í höndunum. Þá hvíli ég mig og byrja svo aftur eftir 2-3 mínútur og held áfram þangað til ég er aftur orðinn þreyttur í höndunum. Lengsta svona kastið sem ég hef fengið hingað til stóð í um 30 mínútur. Eftir það fann ég til í hausnum í um 8 daga á eftir. Fyrstu dagana gat ég ekki bitið saman fyrir bólgu.
  Fortíðin. Ég hef alla mína tíð, svo lengi sem ég man, tekið virkan þátt í annarra manna vandamálum. Ég hef átt tvær kærustur sem voru mjög þunglyndar og reyndi allt sem ég mögulega gat til að hjálpa þeim. Síðastliðið haust, ágúst 2003, eignaðist ég svo nýja (þriðju) kærustuna. Hún hefur það bara fínt. Alveg ágætt þakka þér. Ég veit ekki alveg hvernig það byrjaði að gerast en ég fór að finna mjög alvarlega fyrir þunglyndi mínu í nóvember 2003 eftir að ég hafði legið á spítala með lungnabólgu. Mitt þunglyndi hefur verið til staðar í mörg ár samt og ég hef vitað af því og átt mína góðu daga og slæmu daga. Hinsvegar fór það að ná verulega sterkum tökum á mér eftir spítalavistina. Ég held að það séu tvær ástæður fyrir því. Annars vegar að á spítalanum gat ég ekki verið að gera nógu mikið til að þurfa ekki að hugsa neitt um eigin vandamál og hins vegar að núna allt í einu gat ég ekki einbeitt mér að vandamálum annarra. Og þá byrjaði það.
  Staðan. Ég er nýkominn í veikindafrí úr vinnunni um óákveðinn tíma. Ég varð að hætta tímabundið að vinna til að geta tekist á við þetta vandamál. Ég hætti líka í hljómsveitinni af sömu ástæðu. Mér þótti mjög sárt að þurfa að gera þetta, eiginlega eins og að játa gríðarlegan ósigur. En kannski er ég líka að bjóða þessu byrginn með því að fórna mínu daglega lífi svo ég geti eitt allri minni orku í að takast á við þetta. Ég er allavega viss um að þetta var eitthvað sem ég bara varð að gera og það verður bara að hafa það þótt það sé sárt.
  Hey! Velkomin á þvaðursíðuna mína. Hér ætla ég að fjalla um hvernig ég tekst á við geðheilsu mína sem er ekki uppá mjög marga fiska (eiginlega varla einn) þessa dagana en það mun standa til bóta. Held ég. Vona ég. Ég veit að þetta er mjög ljót síða og ég hyggst fara í að laga það fljótlega. Ef ég nenni því. Kannski (viðbót eftirá: búinn að laga síðuna núna sko). Allavega vona ég að þetta geti hjálpað þeim sem þekkja mig að skilja þessi vandamál mín og kannski, ef einhver vill, getur þetta hjálpað öðrum sem eiga í svipuðum vandamálum.
Hey! Ég er geðveikur! Það er frekar leiðinlegt ástand og þess vegna er ég að reyna að laga það. Sálfræðingurinn minn stakk upp á að ég héldi dagbók og skráði niður þau vandamál sem ég ætti við og þær lausnir sem mér dytti í hug. Einnig að skrá sem flestar hugsanir, góðar og slæmar. Mér finnst upplagt að gera þetta á svona þvaðursíðu þannig að þið getið öll lesið þetta og fylgst þannig með hvernig þetta gengur allt saman. Þið getið svo komið með athugasemdir og þessháttar við hverja og eina grein

gamalt röfl? jamm.
febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / apríl 2005 / maí 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / maí 2006 / júní 2006 /


Powered by Blogger