<$BlogRSDURL$>
upplýsingar hægra megin, byrja að lesa neðst takk, jájá.
29.3.04
  Læf gós on, æ géss.

Síðustu tvær vikur eru búnar að vera mjög erfiðar. Það vildi svo óheppilega til að stjúpmóðir mín Hrönn Benónýsdóttir lést í Reykjavík þann 16. mars af völdum krabbameins. Sennilega höfðu ekki margir vina minna hitt Hrönn en ég skal segja ykkur aðeins frá henni. Hrönn var kona pabba míns, hún var móðir systkina minna, amma og langamma frændsystkina minna, móðursystir uppáhaldsfrænku minnar og náinn og kærkominn vinur okkar allra. Við Hrönn áttum það sameiginlegt að eiga við mjög erfiðan sjúkdóm að stríða, að vita hvernig það er að geta ekki unnið en komast samt aldrei í frí, ekki um helgar og ekki á hátíðardögum. Hrönn hjálpaði mér að skilja að þó maður bregðist sjálfum sér og fólki í kring um mann aftur og aftur, sérstaklega þegar maður heldur að þetta sé nú loksins að komast í lag, þá verður maður bara að taka öllu þessu svekkelsi og halda áfram að róa. Læf gós on. Núna er hún dáin. Það er svosem ekkert fyrir mig að gera í því nema að muna það sem hún kenndi mér og reyna eftir bestu getu að miðla þeirri ást sem hún gaf mér. Sjálfur neyðist ég bara til að halda áfram að róa þangað til röðin kemur að mér að leggjast til hvíldar. Geðveiki mín fór í algera biðstöðu á meðan við stóðum í því að framkvæma útför Hrannar en hún er smámsaman að komast aftur í gang. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er skárra að hafa geðveikina í gangi en að hafa allt frosið, þetta var svona eins og það væri tyggjóklessa í einhverjum tannhjólum í hausnum á mér. Við Vilborg erum að fara til New York á föstudaginn og verðum í viku. Það verður ágætt að komast aðeins í burtu held ég. Við ætlum að skella okkur á Dream Theater tónleika og heimsækja Jóhönnu systir Vilborgar.
16.3.04
  Í dag er kjörið tækifæri að láta reyna á að ég geti hætt að vera í vondu skapi og druttlað mér út að gera eitthvað skemmtilegt og hresst mig við. Að vísu er sannkallað scheiseweter úti þannig að ég nenni engan veginn að fara að gera eitthvað úti. Dagurinn byrjaði ömurlega, ég reifst við hana Vilborgu mína og var ömurlega leiðinlegur við hana. Ég er einhvernveginn búinn að vera fastur í einhverju vonleysi núna undanfarið. Mér er búið að líða ömurlega en er ekki búinn að hafa neinn vilja til að gera neitt í því. Ég hef ekki viljað tala við neinn um það og ekki leyft neinum að hjálpa mér. Svo verð ég sár og reiður yfir því að Vilborg hafi ekki þolinmæði í að taka þátt í þessu úrræðaleysi. RASS! Jæja, það er bezt að ég komi mér á skrifstofuna góðu og trommi í nokkra klukkutíma. Kannske það komi mér í betra skap.
11.3.04
  Heh, ég er búinn að vera úr sambandi við netið í smá tíma en það er komið í lag. Mér tókst svolítið stórkostlegt í fyrradag. Ég setti gott lag á fóninn og þegar það var hálfnað þá ákvað ég að hafa daginn ekki ömurlegan og það tókst! Dagurinn var nú bara ósköp venjulegur en aðalatriðið er að ég var geðveikt ekki góður og svo tókst mér að hætta því og vera bara svona þokkalega sæmilegur. Ömurlegar fréttir frá Spáni maður! Örugglega allir í heiminum búnir að blogga um það en ég verð samt að koma því að að mér þykir þetta hræðilegt. Ef einhver Spánverji er að lesa þetta þá skilur hann örugglega ekki orð af þessu en ég samhryggist honum samt.
8.3.04
  Jón ég hef kannske ekki alltaf rangt fyrir mér og vissulega getur ekki ALLT verið mér að kenna. Annars er ég bara asskoti brattur í dag, er að fara að smíða mikla græju með Óla tengdó í kveld og myndi örugglega fá Nóbelsverðlaun fyrir hönnunina á henni ef hún væri ekki svo augljóslega portuð beint frá Apple Computer. Ég elska ykkur öll, ég hata Windows (ef Billi Geit er að lesa þetta þá er ég að tala um glugga almennt, vil hafa dimmt og þungt loft).
7.3.04
  Ég hef alltaf rangt fyrir mér, ég klúðra alltaf öllu og ég get alltaf sjálfum mér um kennt.
  Sjiiiittt maður! Sikkó langt síðan ég skrifaði inn síðast.

Síðustu dagar eru búnir að vera meira og minna frekar í ömurlegri kantinum, það svona hefur ekkert mátt koma uppá svo ég taki ekki nokkurra klukkutíma sjálfs-vorkunnar-haturs-pyntinga-reiði-köst. Frekar óþolandi ástand if you ask me. Ég er ekki búinn að gera hundsrassgat í því að fara út að hreyfa mig síðan daginn eftir að ég skrifaði síðast (sem glöggir geta séð að var 1. mars). Hinsvegar fékk ég bækurnar góðu og er búinn að gera þó nokkuð í að læra á UNIX (tölfukerfi fyrir lengra komna og ofurnörda) og læra að byggja stúdíó. Ég þarf að gera eitthvað markvisst í því að ég beila allataf á því að fara og hitta fólk, þó það sé til að gera eitthvað geðveikt skemmtilegt með þessu fólki. Það eina sem mér dettur í hug er að reyna að koma upp skipulagi fyrir mannleg samskipti. Já, ég veit að það hljómar líklega frekar asnalega en ég er orðinn all schwakalega desperaté. Sko pælingin er semsagt að fara alltaf í mat til tengdó á laugardögum og þriðjudögum, (á eftir að nefna þetta við þau samt) fara til einhverra vina minna á miðvikudögum og fimmtudögum eða eitthvað þessháttar og svo helst að fara út að hjóla með félögum mínum 2-3 þrisvar í viku á einhverjum dögum öðrum en sunnudögum, þegar þeir komast á hentugum tímum dagsins. Haldiði að svona lagað gæti gengið? Endilega komið með hugmyndir.
1.3.04
  Hjólið er komið á naglana. Ég var úti að hjóla í svona klukkutíma eða svo núna áðan. Da Jöfull er ég í vondu formi maður! En það kemur svosum, þarf bara að druttla mér út á morgun líka, og hinn osfrv. Það styttist í að við Vilborg förum til Nýju Jórvíkur (2. apríl). Ég er búinn að panta miða fyrir okkur á Dream Theater í Madison Square Garden 3. apríl og hlakka djöfullega til. Annars erum við að fara til að hitta Jóhönnu, systur Vilborgar og hennar fjölskyldu. Well, ég ætla að fara í stúdíóið núna og fremja smá hávaða. Verð ég ekki að kalla stúdíóið eitthvað? Mér datt í hug að kalla það bara Skrifstofuna þar sem þetta er jú eiginlega bara skrifstofan mín þar vill svo til að sé trommusett, gítar, bassi, hljómborð og upptökubúnaður. Svo er náttúrulega svolítið fyndið að segja að eitthvað hafi verið tekið upp og hljóðblandað á skrifstofunni (Recorded at the office).
Hey! Ég er geðveikur! Það er frekar leiðinlegt ástand og þess vegna er ég að reyna að laga það. Sálfræðingurinn minn stakk upp á að ég héldi dagbók og skráði niður þau vandamál sem ég ætti við og þær lausnir sem mér dytti í hug. Einnig að skrá sem flestar hugsanir, góðar og slæmar. Mér finnst upplagt að gera þetta á svona þvaðursíðu þannig að þið getið öll lesið þetta og fylgst þannig með hvernig þetta gengur allt saman. Þið getið svo komið með athugasemdir og þessháttar við hverja og eina grein

gamalt röfl? jamm.
febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / apríl 2005 / maí 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / maí 2006 / júní 2006 /


Powered by Blogger