<$BlogRSDURL$>
upplýsingar hægra megin, byrja að lesa neðst takk, jájá.
30.4.05
  Sjitt hvað það er erfitt að rifja þetta blogg upp. Að gefnu tilefni vil ég að það komi fram að mikilvægasti parturinn af minni endurhæfingu er sá að gera mér grein fyrir því að ég er ekki lænaður og verð það líklegast aldrei. Ég er alls ekki að tala í svartsýni heldur af raunsæi. Ég veit ósköp vel að ég gæti nokkurnveginn hvenær sem er orðið aftur eins alvarlega veikur og ég var. Ég verð ennþá skíthræddur þegar ég hugsa um þennan tíma þegar ég óttaðist um líf mitt á hverjum degi, þekkti ekki né treysti sjálfum mér og sá ekki nokkurn möguleika á því að þetta gæti einhverntíma lagast. Þetta vil ég aldrei aftur þurfa að upplifa en það er mikilvægt fyrir mig að gera mér grein fyrir því að það getur vel gerst og ég þarf að passa mig.
  Sikko Uber Update!

Í tilefni af því að ég hef ekki skrifað neitt hérna geðveikt ofur lengi og væntanlega allir hættir að nenna að tékka á þessu ætla ég að byrja á því aftur!
Það hefur allt í heiminum gerst síðan ég skrifaði síðast en ég ætla að reyna að segja frá því í stuttu máli. Ég er enn snar-snappandi-geðveikur, því er ver en ég er reyndar orðinn mun skárri og er farinn að hafa mun meiri stjórn á mér.
Það stórkostlegasta sem hefur gerst síðan síðast er að ég byrjaði aftur í nevolution í maí í fyrra. Ég er sannfærður um að þetta er besta hljómsveit í heimi. Ekki það að þetta séu endilega bestu lög í heimi eða neitt þannig sko heldur að það að vera í nevolution er frábærara en orð fá lýst. Þessir gaurar (gunni, heimir og heiðar) hafa hjálpað mér ósegjanlega mikið að vera jákvæður og glaður og ég elska þá fyrir það. Ég hef verið mjög virkur í að reyna að hjálpa krökkum að stofna hljómsveitir og halda tónleika og þessháttar hérna í bænum og er það mestmegnis vegna þess að ég veit sjálfur hvað það er æðislegt að vera í hljómsveit og mér finnst að allir ættu að vera eins heppnir og ég.
Ég fór í nokkurra mánaða hópmeðferð á Geðveikrahælinu að Skólastíg og kynntist þar yndislegu fólki sem hefur hjálpað mér gríðarlega mikið. Ég má örugglega ekkert segja ykkur neitt um það fólk en ég vil þakka öllum þar (þið vitið hver þið eruð).
Ég er líka svo heppinn (eins og hefur komið fram hér held ég) að eiga frábæra fjölskyldu og vini sem hafa stutt mig og vilja allt fyrir mig gera. Takk, takk, takk og einnig takktakk.
Það ömurlegasta sem hefur gerst á þessum tíma er að við Vilborg hættum saman síðastliðið haust. Það hefur komið fram hér og ættu allir að vita að hún hefur hljálpað mér ótrúlega mikið og verð ég þakklátur að eilífu. Mér þykir mjög leitt og sárt að við skulum ekki hafa getað verið saman áfram, ég sakna hennar og elska hana. Ég er kannske barnalegur (sama er mér) en ég leyfi mér að vona að kannski muni ástin grípa okkur á ný eins og hún gerði forðum. Það getur hinsvegar ekki annað en komið í ljós þannig að ég verð bara að reyna að eiga mér líf á meðan (heh, næstum búinn að skrifa eiga mér lík, oj).
Well, ég held að þetta sé nokkurnveginn allt sem gerðist. Ég er svo bara að pæla hvað ég á að gera næst fyrst ég er á annað borð að verða nógu hress til að gera almennt eitthvað. Mig langar svakalega til að finna leið til að ég geti hjálpað krökkum sem eru að verða geðveikir svo þau þurfi kannske ekki að þjást eins mikið og ég og svo margir aðrir hafa gert. Hugmyndir vel þegnar!

Mun skrifa meira, lofa því!
Hey! Ég er geðveikur! Það er frekar leiðinlegt ástand og þess vegna er ég að reyna að laga það. Sálfræðingurinn minn stakk upp á að ég héldi dagbók og skráði niður þau vandamál sem ég ætti við og þær lausnir sem mér dytti í hug. Einnig að skrá sem flestar hugsanir, góðar og slæmar. Mér finnst upplagt að gera þetta á svona þvaðursíðu þannig að þið getið öll lesið þetta og fylgst þannig með hvernig þetta gengur allt saman. Þið getið svo komið með athugasemdir og þessháttar við hverja og eina grein

gamalt röfl? jamm.
febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / apríl 2005 / maí 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / maí 2006 / júní 2006 /


Powered by Blogger