upplýsingar hægra megin, byrja að lesa neðst takk, jájá.
Líf mitt er nánast í algerri óreglu. Ég þarf að gera svona milljón hluti á dag þessa dagana og það eru svona milljón hlutir sem ég er búinn að draga að gera í langan tíma en þarf að fara að koma í verk. Einn af þessum hlutum er að ná sambandi við geðlækninn minn til að leita leiða til að draga úr þessari óreglu og þessháttar. Allavega, aðalástæðan fyrir því að það er allt í einu svona mikið að gera er sú að nevolution er að fara að hita upp fyrir Iron Maiden á c.a. 10.000 manna tónleikum í Egilshöll 7. júní. Þetta er ekkert nema gott mál, ég næ alveg að gera það sem ég á að gera fyrir það (æfa, hjóla, fara í ræktina, æfa, sofa, æfa) en það eru ýmsir aðrir hlutir sem reynast erfiðir í framkvæmd, reyndar að miklu leyti vegna þess að ég virðist ekki geta munað neitt. Well, þarf að fara að æfa.